23. september 2017
     Innskrá
Stækkun og yfirbygging áhorfendapalla við Fylkisvöll.

Vorið 2013 hófust framkvæmdir við stækkun áhorfendapalla við Fylkisvöll.  Eftir stækkun mun áhorfendafjöldi geta verið um 2.000 manns

Nýr leikskóli rís við Austurkór 1 í Kópavogi

Þann 14. des. 2012 tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, fyrstu skóflustunguna að nýjum 870m² leikskóla í Austurkór í Kópavogi. Byggingin var boðin út í alútboði og var Eykt ehf.  með hagstæðsta tilboðið að mati dómnefndar.

Conís þátt í útboðsferlinu með Eykt og annast hönnun burðarvirkja

Leikskólinn Akrar í Garðabæ opnaður

Nýr leikskóli í Garðabæ, leikskólinn Akrar, var formlega tekinn í notkun fimmtudaginn 12. janúar 2012. Leikskólinn Akrar er eini leikskólinn sem hefur verið í byggingu á öllu höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár.   Í leikskólanum eru 4 deildir og munu um 100 börn dvelja í leikskólanum. Heildarkostnaður við byggingu og lóð er um 300 m.kr.   Conís annaðist umsjón og eftirlit með framkvæmdum.

Brúarvogur 1-3, frágangur 1.- og 3. hæðar, sameignar og lóðar.

Verkið fellst í frágangi og innréttingu 1.- og 3. hæðar og sameignar sem eru samtals u.þ.b. 2.890m².  Jafnframt er inn í útboðinu yfirborðsfrágangur á hluta lóðar.  

Tilboð voru opnuð þ. 09.01.2012.  Alls bárust 23 tilboð í verkið
 Samið hefur verið við lægstbjóðanda J.E. Skjanna ehf.


 

Fylkir fær Mest húsið – Norðlingabraut 12 Haustið 2010 hófu fimleika- og karatedeildir Fylkis starfsemi að Norðlingabraut 12 (gamla Mest-húsið). Þessi nýja aðstaða mun verða félaginu mikil lyftistöng möguleikar til vaxtar munu aukast verulega, öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi á starfssvæði Fylkis og fleiri hverfum í austurhluta borgarinnar til verulegra bóta. Þá er þetta skref til mikilla hagsbóta fyrir íbúa Norðlingaholts, bæði að fá starfsemi Fylkis í hverfið, sem styrkir æsku... meira...
Nýr leikskóli rís við Línakur 2 í Garðabæ Þann 1. desember 2010, var tekin fyrsta skóflustunga að nýjum 100 barna leikskóla við Línakur 2 í Garðabæ. Leikskólinn er 834m² og stendur á 4.827m² lóð. Framkvæmdir hófust í desember 2010 og er áætlað að leikskólinn verði fullbúinn í desember 2011. Verktaki er Baldur Jónsson ehf. Arkitektar eru Einrúm arkitektar www.einrum.com Conís annast umsjón og eftirlit framkvæmda fyrir hönd Garðabæjar   meira...
Copyright 2011 Conís