23. september 2017
     Innskrá

Innihald

18
mars 18, 2013 15:02

Þann 14. des. 2012 tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla í Austurkór í Kópavogi.

Hinn nýi leikskóli verður um 870 fermetrar að stærð, sex deilda, með rými fyrir um það bil 124 leikskólabörn. Kostnaður nemur tæpum 307 milljónum króna.

Gert er ráð fyrir því að leikskólinn taki til starfa í janúar 2014. Þar með verður 21 leikskóli í Kópavogi auk tveggja einkarekinna leikskóla. Yfir 2.000 börn eru í leikskólum í Kópavogi.

Leikskólinn við Austurkór 1 mun mæta eftirspurn eftir leikskólarýmum í nærliggjandi hverfum. 

Byggingaraðili er Eykt ehf. sem varð hlutskarpast í lokuðu alútboði á vegum Kópavogsbæjar.

Conís tók þátt í útboðsferlinu með Eykt og sér um hönnun burðarvirkja.

Copyright 2011 Conís