23. september 2017
     Innskrá
Norðurbakki 15-21 í Hafnarfirði   Hafnar eru framkvæmdir við 4 og 5 hæða fjölbýlishús að Norðurbakka 15-21 í Hafnarfirði.  Alls verða byggðar 88 íbúðir   í 4 byggingum, auk bílageymslu. Heildarstærð bygginga er u.þ.b. 15.000m² þar af u.þ.b. 2.200m² bílageymsla. Öll hönnun íbúða miðar að því að um verði að ræða vandaðar íbúðir m.a. aukin lofthæð, glæsilegt útsýni, góð hljóðvist og vönduð lagnakerfi. Byggingaraðili er ÍAV hf. Arkitektar e... meira...
Þjónustubyggingar í KGRP í Gufuneskirkjugarði

Hafinn er undirbúningur og hönnun á 1.-, 2.- og 3. áfanga þjónustubyggingar í Gufuneskirkjugarði.
Í byggingunum verða starfsmannahús, líkhús, kirkja og kapella.  Heildarstærð bygginga er 2.890 m² auk bílskýlis. Arkitektar bygginga eru Arkibúllan og hlaut tillaga þeirra 1. verðlaun í samkeppni.  
Conís var með hagstæðasta tilboð í hönnun burðarvirkja í lokuðu útboði.

 

Nýtt úrvinnsluhús Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1 Hafnarfirði

Gámaþjónustan hf. hefur tekið í notkun nýtt úrvinnsluhús á athafnasvæði sínu að Berghellu 1 í Hafnarfirði.
Byggingin er um 1.200m² að grunnfleti og er rúmmál byggingar um 14.000m³.
Byggingin  er 2. áfangi úrvinnsluhúsa og tengist núverandi byggingum.

Verktaki var Borgarafl ehf.  Conís annaðist hönnun burðarvirkja og lagnakerfa.

Ljósleiðaravæðing Gagnaveitu Reykjavíkur Árið 2010 vann Gagnaveita Reykjavíkur áfram að lagningu ljósleiðara (FTTH – Fiber To The Home) að heimilum borgarbúa. Meðal hverfa sem ljósleiðaravædd voru 2010 voru: Borgar- og Víkurhverfi, Seljahverfi, Melar og Skjól og Heimahverfi. Árið 2010 höfðu starfsmenn Conís umjón með jarðvinnu og lögnum í Borgar- og Víkurhverfi svo og Heimahverfi. Á eftirfarandi slóð má sjá stutt kynningarmyndband Gagnaveitu Reykjavíkur um ljós... meira...
Dalvegur 10-14 Kópavogi

Hafnar eru jarðvinnuframkvæmdir vegna nýbyggingar að Dalvegi 10-14 í Kópavogi.  Í byggingunni verða skrifstofur, verslanir og vörugeymslur. Heildarstærð byggingar verður um 10.500m². Arkitektar byggingar er Vektor ehf. Byggingaraðili er Klettás ehf.
Verkefni Conís  eru m.a. byggingarstjórn, umsjón útboða og umsjón framkvæmda.

IKEA – nýbygging í Urriðaholti, Garðabæ

Hafnar eru framkvæmdir við nýbyggingu IKEA í Urriðaholti, Garðabæ. Nýbyggingin verður u.þ.b. 13.000m² að grunnfleti auk u.þ.b. 7.000m² milligólfs, eða alls 20.000m².  Ístak hf. mun reisa og ganga frá byggingu og lóð.  Arkitektar byggingarinnar eru ARKÍS.
Conís sér um hönnun burðarvirkja.

Flensborgarskóli í Hafnarfirði Hafnar eru framkvæmdir við 2.650m² nýbyggingu við Flensborgarskóla í Hafnarfirði. Í nýbyggingunni verða m.a. hátíðar- og matsalur, stjórnunaraðstaða, fyrirlestrarsalur og kennslustofur. Arkitekt byggingarinnar er Arkitektastofa OÖ ehf Conís sér um  eftirlit og  umsjón framkvæmda. meira...
Hjúkrunarheimilið Fellsendi Dalabyggð Hafin er undirbúningur og hönnun á nýju hjúkrunarheimili að Fellsenda í Dalabyggð.   Nýbyggingin verður u.þ.b. 1.480m² að grunnfleti á einni hæð. Ráðgert er að framkvæmdir hefjist í júlí.   Ístak hf. mun reisa og ganga frá byggingu og lóð. Arkitekt byggingarinnar er THG. Conís sér um hönnun burðarvirkja. meira...
Nýbygging heildverslunar Ásbjarnar Ólafssonar ehf Hafnar eru framkvæmdir við 1. áfanga nýbyggingar Ásbjarnar Ólafssonar ehf að Köllunarklettsvegi 6. Byggingin mun hýsa vörugeymslur og skrifstofur fyrirtækisins. 1. áfangi er samtals 2.378 m², þar af 562 m² skrifstofur á milligólfi. Heildarstærð 1.- og 2. áfanga (fullbyggt hús) er áætluð um 4.755 m². Conís sér um verkefnis- og hönnunarstjórn, áætlanagerð ásamt umsjón framkvæmda. meira...
Copyright 2011 Conís