Frá stofnun Conís hefur verið lögð höfuðáhersla á fagleg vinnubrögð, hagkvæmni í lausnum verkefna og þjónustulund.
Þjónusta fyrirtækisins er við almenna verkfræðiráðgjöf á sviði verkfræði og tengdrar þjónustu. Meginstarfstarfsemi Conís frá stofnun hefur falist í:
Hönnun - Jarðtækni og grundun, burðarvirki, lagna- og loftræsikerfi
Framkvæmdaráðgjöf - Áætlanagerð, hönnunar- og kostnaðarrýni, umsjón framkvæmda, framkvæmdaeftirlit, mælingaþjónusta
Ráðgjöf í viðhaldi og rekstri eigna
Hönnunarstjórn
Verkefnisstjórn
Tölvukerfi
Conís er með hýsingarsamning við Advania um umsjón með kerfishögun tölvukerfis. Hýsing kerfisins er á netþjóni Advania og með því móti er tryggt hámarks rekstraröryggi og dagleg afritun gagna.
Gæðakerfi
Hjá Conís er unnið eftir samþykktu gæðakerfi Mannvirkjastofnunar með skilgreindum verkferlum og verklagsreglum.
Samstarf
Auk ofangreindrar þjónustu er Conís í samstarfi við öfluga einstaklinga og fyrirtæki m.a: arkitekta, raflagnahönnuði, gatna- og veghönnuði, hljóðvistarsérfræðinga, brunatæknilega hönnuði, öryggisráðgjafa.
Hugbúnaður
Hönnun burðarvirkja: SAP, SAFE, ETABS , ROBOTo.fl.
Hönnun lagna og loftræsingar: Ýmis sérhæfð hönnunarforrit til hönnunar á lagna- loftræsi og vatnsúðakerfum
Teiknun: Autodesk Revit 2016, Autocad 2016 og MagiCad 2016
Annað: Project, MS Office, Acrobat, o.fl.
Skjalastýring
Öll skjalastýring Conís er skv. verklagsreglum gæðakerfis. Öll skjöl s.s. teikningar, minnisblöð, fundargerðir, áætlanir o.þ.h. eru vistuð rafrænt í miðlægum aðgangsstýrðum gagnagrunni.
Öll útgefin gögn eru einnig vistuð á pappír.
Viðskiptavinurinn hefur aðgangsstýrðan aðgang að rafrænt vistuðum skjölum og teikningum verkefna eftir nánari samkomulagi hverju sinni.